*

fimmtudagur, 21. október 2021
Innlent 22. júní 2018 14:05

Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna kærður

Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli. Fyrir viku síðan vék stjórn samtakanna honum frá störfum. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Þröstur tók við starfinu haustið 2013. Samkvæmt heimildum RÚV hefur hann verið kærður fyrir að misnota fjármuni samtakanna. Fjárhæðirnar sem um ræðir séu umtalsverðar og ekki þykir leika vafi á því að Þröstur hafi misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri og aðgang sinn að fjármunum samtakanna.