Framkvæmdastjóri bílaframleiðandans Fiat telur að sala nýrra bíla í Evrópu muni áfram að dragast saman á árinu 2012. Sergio Marchionne, framkvæmdastjóri Fiat, spáir því að sölutölur verði um 13 milljónir.

Þetta kemur fram á vef fréttaveitunnar Reuters. Marchionne sagði á hluthafafundi fyrirtækisins að staða á evrópskum markaði væri ekki hvetjandi. Á fundinum var jafnframt stigið skref í átt sameiningar Fiat við bandaríska bílaframleiðandann Chrysler. Marchionne stýrir báðum fyrirtækjunum.

Spá Marchionne um 13 milljón selda bíla er í takti við söluna á árinu 2011 en þá voru seldir 13,1 milljón bílar. Til samanburðar má geta þess að árið 2007 voru um 16 milljón bílar seldir.