Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, greinir frá óánægju sinni með Fjármálaeftirlitið í skoðunarpistli sem birtist í Viðskiptablaðinu í dag. Hann telur að FME hafi á nýjan leik toppað sig í skeytingarleysi gagnvart viðskiptavinum tryggingafélaganna með því að hafa hætt að sýna sundurgreindar upplýsingar um fjárhag vátryggingagreina. Hann segir að aðgangur að slíkum upplýsingum hafi verið helsta vörn neytenda gegn blekkingum og óhóflegum iðgjöldum tryggingafélaganna.

Hann telur einnig að FME veiti tryggingafélögum skjól til að fela allar upplýsingar um iðgjöld og tjón í óskiljanlegum SFCR skýrslum.

Hægt er að lesa skoðunarpistilinn í heild sinni hér .