Framkvæmdastjóri Gogoyoko, Alison MacNeil, hætti störfum hjá fyrirtækinu fyrir skömmu og er Hreinn Elíasson, fyrrum yfirmaður markaðsmála, tekinn við af henni.

Gogoyoko var ekki rekstrarhæft í lok síðasta árs, að því er kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins. Framkvæmdastjórinn er hættur og hefur annar verið ráðinn í staðinn. Tap félagsins árið 2011 nam 106,2 milljónum króna og eigið fé er neikvætt um 84,1 milljón króna.

Eignir Gogoyoko í árslok 2011 námu 87,2 milljónum króna og þar af var eignfærður þróunarkostnaður um 71,6 milljónir króna. Eignirnar hafa dregist saman milli ára, en þær voru 103,4 milljónir í árslok 2010. Munar þar mestu um afskriftir á eignfærðum þróunarkostnaði, sem nam 99,1 milljón króna árið 2010.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.