*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 1. desember 2013 08:10

Forstjóri ÍLS tjáir sig ekki

„Mun ekki tjá mig um málið um helgina,“ sagði Sigurður Erlingsson þegar hann var inntur eftir viðbrögðum.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Sigurður Erlingsson, forstjóriÍbúðalánasjóðs, ætlar ekki að tjá sig um tillögur sem oddvitar ríkisstjórnarinnar kynntu í gær um skuldaniðurfellingar heimila. „Mun ekki tjá mig um málið um helgina,“ sagði Sigurður Erlingsson þegar hann var inntur eftir viðbrögðum. 

Tillögurnar felast annars vegar í almennum niðurfærslum og hins vegar vegna skattaívilnunum vegna viðbótarlífeyrissparnaðar sem fólk myndi nýta til að greiða niður fasteignalán. 

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í viðtali við VB sjónvarp í gær að hann vænti að lánasafn Íbúðalánasjóðs geti vaxið í verðmæti við aðgerð ríkisstjórnarinnar. Aftur á móti geti þær aukið á uppgreiðsluvanda sjóðsins.