Halldór Jörgenssen, forstjóri Lýsingar.
Halldór Jörgenssen, forstjóri Lýsingar.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Halldór Jörgensson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Lýsingar frá árinu 2007, hætti störfum um síðustu mánaðarmót. Eftirmaður hans hefur ekki verið ráðinn né hefur verið birt auglýsing um lausa stöðu framkvæmdastjóra Lýsingar.

Halldór mun hefja störf hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur í ágúst en hann er landfræðingur að mennt og með MBA próf frá Háskóla Íslands. Áður en hann hóf störf hjá Exista starfaði hann hjá Samsýn sem framkvæmdastjóri í sex ár en Samsýn sérhæfir sig í kortagerð og landfræðilegum upplýsingum. Stangveiðifélagið auglýsti laust starf framkvæmdastjóra í maí og sóttu yfir 30 manns um starfið. Halldór hefur komið að félagsstörfum innan Stangveiðifélags Reykjavíkur. Hann starfaði um árabil í skemmtinefnd félagsins og síðar í árnefnd Stóru Laxár en þar var hann formaður á árunum 2003 til 2006. Ekki náðist í Halldór Jörgensson við gerð fréttarinnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun, 21. júlí. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Örlög Byrs í höndum Samkeppniseftirlitsins
  • Umframframboð íbúðafasteigna enn til staðar
  • Lækka bifreiðagjöld gegn gjaldi
  • Myntkerfi á heljarþröm
  • Skuldskeyting hjá VBS til sérstaks saksóknara
  • Lyfjamarkaðurinn kortlagður
  • Áhrif dóms ALMC (Straumur-Burðarás)
  • Viðtal við Bryndísi Hlöðversdóttur, stjórnarformann Landsvirkjunar
  • Sport og peningar: Vilja minnka launkostnað í NBA