Í nýútkomnu sérblaði Viðskiptablaðsins um fasteignamarkaðinn er fjallað um dýrustu einbýlishús og íbúðir sem keyptar hafa verið hér á landi það sem af er ári.

Þriðja dýrasta einbýlishús landsins það sem af er ári, Láland 7 í Fossvogi, var keypt á 310 milljónir króna af hjónunum Frosta Ólafssyni, framkvæmdastjóra Olís, og Ásdísi Ólafsdóttur viðskiptafræðingi. Húsið er 391 fermetrar að stærð og nam fermetraverð því 794 þúsund krónum.

Seljendur voru hjónin Guðmundur Hjaltason, framkvæmdastjóri Steinagerðis ehf., og Bogey Ragnheiður Sigfúsdóttir, viðskiptastjóri hjá hönnunar- og auglýsingastofunni Brandenburg.

Nánar er fjallað um málið í Fasteignamarkaði, sérblaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.