Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í tilkynningu sem birtist á vef samtakanna í dag að „það algjört ábyrgðarleysi að semja um launahækkanir fyrir hönd sveitarfélaga sem vitað er fyrirfram að þau hafi ekki efni á að greiða.“

Þorsteinn segir að þetta hefði átt að vera öllum ljóst þegar samið var um samningana. Tekjur sveitarfélaga eru að aukast töluvert milli ára en launakostnaður er að aukast miklu meira. Þorsteinn segir að honum finnist það „mjög furðulegt að sveitastjórnarmenn hagi sér með þessum hætti og komi svo og heimti auknar skatttekjur til að borga fyrir ábyrgðarleysið.“

Í tilkynningunni er bent á þá hættu sem er að skapast á íslenskum vinnumarkaði, en verðbólga fer vaxandi vegna mikilla launahækkana, vextir munu hækka, gengi krónunnar muni veikjast og lífskjör versna.

Þorsteinn segir að viðsemjendur á vinnumarkaði beri mikla ábyrgð á efnahagslegum stöðugleika og mikilvægt að þeir axli þá ábyrgð sem þeim er veitt.

Launaþróun á opinberum markaði hefur verið mun meiri en á almenum markaði en Þorsteinn segir að „þessi yfirsnúningur á vinnumarkaði hefur verið knúinn áfram af endurteknum verkfallsaðgerðum á opinbera vinnumarkaðnum.“