Gerður Ríkharðsdóttir
Gerður Ríkharðsdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Gerður Ríkharðsdóttir er hætt hjá Högum sem Framkvæmdastjóri Sérvörufyrirtækja Haga. Undir sérvörufyrirtækjum Haga eru verslanir Útilífs, Debenhams, Zara, ToppShop, Karen Millen, Day, Warehouse, Dorathy Perkins og Saints. Samtals 16 verslanir en tvær verslanir voru seldar núna nýlega.

Fram kemur í tilkynningu frá Högum að ástæða breytinganna eru breyttar áherslur hjá Högum. Við þessi tímamót finnst Gerði rétti tíminn til þess að takast á við önnur verkefni. Fram kom í kjölfar síðasta uppgjörs Haga að félagið ætli að draga úr sérvöruhluta fyrirtækisins.

Í tilkynningunni segir að Gerður sé einn reyndasti stjórnandi smávörufyrirtækja landsins en áður starfaði hún m.a. sem framkvæmdastjóri IKEA og aðstoðarframkvæmdastjóri Húsasmiðjunnar. Gerður sótti menntun sína til Bandaríkjanna og tók þar Master gráðu annars vegar í rekstrarhagræði og hins vegar í starfsmannastjórnun. Gerður hefur setið í allnokkrum stjórnum í Íslensku atvinnulífi á sviði smásölu og stjórnunnar.

Gerður er gift Óskari Erni Jónssyni Byggingar- og rekstrarverkfræðingi og eiga þau þrjú börn.