Stjórn P/F Kall (Vodafone í Færeyjum) og Gudny Langgaard, framkvæmdarstjóri félagsins, hafa komist að samkomulagi um starfslok hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallar í dag .

Langgaard hefur gegnt starfi framkvæmdarstjóra félagsins frá því í júlí árið 2011 en P/F Kall er 100% í eigu Fjarskipta hf. - Vodafone á Íslandi.

Bárður Nielsen, fjármálastjóri félagsins, mun taka tímabundið við sem framkvæmdastjóri uns ráðið hefur verið í stöðuna, en formlegt ferli til ráðningar framkvæmdastjóra verður sett af stað á næstu dögum.

Eins og fyrr segir er P/F Kall 100% í eigu Fjarskipta ehf. eða Vodafone á Íslandi. Upprunalega við stofnun fyrirtækisins hét félagið Kall en árið 2008 var gerð nafnabreyting og nú fer það undir nafninu Vodafone. Markaðshlutdeild P/F Kall á færeyska markaðnum er um 20%.