Stjórnir og stjórnendur fyrirtækja munu bera ábyrgð á því kaupaukakerfi sem fyrirtækin innleiða hjá sér, samkvæmt drögum FME að nýjum reglum. Þær voru til umfjöllunar í Viðskiptablaðinu sem kom út á fimmtudaginn.

Framkvæmdastjóra fyrirtækisins í hverju tilfelli fyrir sig ber að tryggja að samningar og greiðslur til allra starfsmanna samræmist kaupaukakerfi fyrirtækisins. Framkvæmdastjóranum ber einnig að leggja mat á það hvort viðeigandi sé að samningar við verktaka lúti í einhverjum tilvikum kaupaukakerfi fyrirtækisins í heild eða hluta. Þá ber stjórnum fyrirtækja að sjá til þess að kaupaukakerfin sem innleidd hafa verið eigi einnig við um dótturfélög og hlutdeildarfélög. Í drögunum frá FME er lögð á það áhersla að kaupaaukakerfin skuli endurskoðuð árlega og það tryggt að það endurspegli stöðu fyrirtækisins hverju sinni.Í 9. grein draganna frá FME segir að þegar fyrirtæki hyggist greiða kaupauka skuli það hafa hliðsjón af því að þekktar áhættur og óvissar framtíðaráhættur geta á síðari stigum haft áhrif á þann árangur sem fyrirtækið hyggst umbuna fyrir. Ennfremur segir. "Kaupaukakerfin skulu mæla fyrir um að starfsmenn eigi ekki viðskipti , t.a.m. afleiðuviðskipti, í því skyni að draga úr áhættu þeirra vegna kaupauka."

Ítarlega er fjallað um nýjar reglur FME um kaupaukakerfi fyrir bankanna í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð.