Atli Georg Árnason, forstjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum, hefur látið af störfum. Þetta var starfsfólki fyrirtækisins tilkynnt á fundi í morgun. Samkvæmt frétt Skessuhorns mun þetta ekki hafa áhrif á rekstur fyrirtæksins og uns nýr framkvæmdastjóri finnst mun daglegur rekstur vera í höndum Þorgeirs Samúelssonar, framleiðslustjóra.

50,5 milljóna króna hagnaður varð af rekstri verksmiðjunnar, sem að stærstum hluta er í eigu bandaríska fyrirtækisins FMC Corporation og Byggðastofnunar, á síðasta ári og hefur reksturinn að sögn Magnúsar Helgasonar, fulltrúa Byggðastofnunar í stjórn, gengið vel.