Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skoðar hvort afgangur Þjóðverja af utanríkisviðskiptum sé það mikill að hann hamli efnahagsbata annarra Evrópuríkja.

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, segir að framkvæmdastjórnin vilji sjá hvort Þjóðverjar geti lagt meira af mörkum til þess að efnahagslífið í Þýskalandi geti rétt úr kútnum.

Þá munu fimmtán ríki á evrusvæðinu fá áminningu fyrir það að ná ekki að mæta efnahagslegum markmiðum Evrópusambandsins.

Ítarlegri umfjöllun er á vef BBC.