Kostnaður við að byggja eða lagfæra leikvanga Í Brasilíu vegna heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem nú stendur yfir var meiri en tvöfaldur miðað við opinberar áætlanir.

Heildarkostnaðurinn liggur þó hvergi nærri fyllilega fyrir, en heimildum ber ekki saman um hver hann er í raun. Þó eru allir sammála um að kostnaðurinn hafi farið langt fram úr áætlunum. Eignastýringaþjónusta Íslandsbanka, VÍB, telur að kostnaðurinn sé um 132% umfram áætlanir.

Heimsmeistaramótið svarthol fyrir skattfé

Við áætlanagerð árið 2009 var ráðgert að heildarkostnaður við leikvangana myndi nema 2.020 milljónum bandaríkjadala. Nú er talið að raunverulegur kostnaður sé á bilinu 3.513 til 4.610 bandaríkjadalir.

Brasilískir ráðamenn hafa verið sakaðir um spillingu og að standa ekki við loforð um að veita fé í arðsamar fjárfestingar líkt og samgöngur, en á sama tíma hafa þeir opnað flóðgáttir úr opinberum sjóðum vegna heimsmeistaramótsins í Knattspyrnu.