Framkvæmdir við turnana fjóra á Ground Zero reitnum á Manhattan, New York, hefur tafist mikið. Fyrst vegna tafa við hönnun reitsins og deilna milli opinberra aðila og eiganda verkefnisins. Vegna þessa hafa framkvæmdir tafist mikið.

Framkvæmdir hafa enn og aftur stöðvast, nú vegna lítillar eftirspurnar eftir skrifstofuhúsnæði á Manhattan.

Turnarnir eru sex. 1 World Trade Center, sem áður nefndist Frelsisturninn, verður tilbúinn á næsta ári. Hafnaryfirvöld í New York tóku byggingu hans yfir en hefur aðeins tekist að leigja út 55% af skrifstofurými turnsins.

Bygging 2 WTC turnsins varla hafin. Aðeins grunnurinn er tilbúinn og ekki hefur tekist að leigja einn fermeter í turninum. Byggingu þriðja turnsins, 3 WTC, hefur verið stöðvuð. Aðeins eru komnar átta hæðir af áttatíu.  Fjórði turninn, 4 WTC, verður tilbúnn á næsta ári. Búið er að leigja 51% af honum. 5 WTC og 7WTC eru báðir á vegum hafnaryfirvalda.

Byggingaraðili þeirra turna sem ekki er í eigu hafnaryfirvalda er Larry Silverstein, 81 árs að aldri.  Hann óttaðst að framkvæmdir dragist svo á langinn að hann muni ekki sjá Ground Zero reitinn fullbyggðan.