Skipulagsmál vegna þjónustuhafnar við Dysnes eru á lokametrunum og gert er ráð fyrir að fyrirhuguð framkvæmd fari í umhverfismat á næstu mánuðum. Stærð svæðisins með uppfyllingum er 100 hektarar, eða milljón fermetrar, en auk hafnar er gert ráð fyrir ríflegu landsvæði fyrir iðnaðaruppbyggingu.

Ef allt gengur að óskum ættu framkvæmdir að geta hafist á árinu. Dysnes er 15 kílómetrum fyrir norðan Akureyri og telja forsvarsmenn Dysness Þróunarfélags ehf. að nálægðin við þjónustuna í bænum eins og alþjóðaflugvöll, sjúkrahús, verslun og slipp sé lykilatriði í byggingu hafnarinnar.

„Það er gert ráð fyrir töluverðu iðnaðarsvæði með hafnaraðstöðu,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Dysnes Þróunarfélags. Hann segir erfitt að segja nákvæmlega hvenær framkvæmdir geti hafist en ef allt gangi að óskum gæti það orðið á þessu ári.

Á myndskeiðinu sem birtist hér að neðan má sjá hvernig höfnin mun líta út.

Nánar er fjallað um málið Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Eigendur Vefpressunnar afskrifuðu tugmilljónir af lánum til félagsins
  • Margir reyndir fjölmiðlamenn munu starfa á nýjum sjónvarpsstöðvum Stórveldisins
  • Ölgerðin og Plain Vanilla verðlaunuð
  • Hreyfing á skuldabréfum Arion banka er ekki mikil
  • Gömlu bankarnir mokuðu í útlán til eigenda og tengdra aðila
  • Vísindagarðurinn ehf. er tossinn í hópi ríkisfyrirtækja
  • Hlutabréfasjóðir hafa skilað metávöxtun
  • Guðrún Johnsen ræðir nýja bók sína um gríðarlegan vöxt bankanna fyrir hrun
  • Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, ræðir í ítarlegu viðtali um rekstur fyrirtækisins á síðasta ári og innbrot á vefsíðu fyrirtækisins í lok nóvember
  • Ferðaþjónustan sögð föst í skattafrumskógi
  • Sala cider-drykkja margfaldast
  • Einar Sigfússon aðstoðar Norðurásbændur við sölu veiðileyfa
  • Nærmynd af Ásgeiri Margeirssyni nýjum forstjóra HS Orku
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um verðbólgu
  • Óðinn skrifar um úrlausn fjárkreppa
  • Þá eru í blaðinu pistlar og margt, margt fleira