Þriðja endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og íslenskra stjórnvalda verður tekin fyrir á fundi framkvæmdarstjórnar AGS klukkan 14:00 í dag.

Ef framkvæmdarstjórnin samþykkir endurskoðunina er sá hluti láns sem tengist þessum áfanga greiddur út. Upphæðin nemur samtals um 160 milljónum dala og styrkist gjaldeyrisforði Seðlabankans sem því nemur.

Fyrir hafa íslensk stjórnvöld fengið greitt rúmlega helming þeirrar upphæðar sem samið var um. Heildarlánafyrirgreiðslur frá AGS hljóða upp á rúmlega 2 milljarða dala. Að auki hafa Norðurlöndin, Póllland og Færeyjar veitt lánafyrirgreiðslur.

Hvort lánafyrirgreiðsla frá Norðurlöndunum upp á 444 milljónir evra fáist samhliða þriðju endurskoðun er óvíst en Norðurlöndin hafa sagt að frekari fyrirgreiðslur séu bundnar sátt í Icesave-málinu.