Ragnhildur Ágústsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Tals og tekur við starfinu af Hermanni Jónassyni sem hefur látið af störfum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tali.

Ragnhildur var áður forstöðumaður vöruþróunar Tals frá ársbyrjun 2008 og gegndi stöðu framkvæmdastjóra Ódýra Símafélagsins (SKO) frá árslokum 2006 til ársbyrjunar 2008.

Í tilkynningunni kemur fram að Ragnhildur gegndi lykilhlutverki við stofnun SKO og samruna SKO við Tal í ársbyrjun 2008.

Tal er að 51% í eigu Teymis hf.