Loftur Árnason, framkvæmdastjóri Ístaks, segir að eftir opnun tilboða í útboði Vegagerðarinnar vegna lagningar Norðausturvegar í Vopnafirði á þriðjudag, reyni á hvort menn hafi þor til að meta tilboðin með tilliti til hversu raunhæf þau séu.

Þar buðu 13 verktakafyrirtæki í verkið, tvö tilboð voru upp á rétt rúmlega 51% af 1.440 milljóna króna kostnaðaráætlun.

Þá voru tvö önnur undir 60% af kostnaðaráætlun og öll tilboðin nema tvö voru undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Þar á meðal var Ístak sem bauð 82,3% af kostnaðaráætlun.

„Að mínu viti er alveg útilokað að menn geti unnið þetta verk á lægstu verðtilboðum,“ segir Loftur.

„Það er mín skoðun að stór hluti af þessum tilboðum sé óraunhæfur.“

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .