Samkvæmt frétt Reuters velta fjárfestar nú fyrir sér hvort  dagar Richard Fuld við stjórnartaumana hjá Lehman Brothers kunni senn að vera taldir. Fuld er stjórnarformaður og framkvæmdastjóri fjárfestingabankans.

Hlutabréf Lehman Brothers lækkuðu um 23% í síðustu viku. Bankinn sagðist búast við afskriftum upp á 3,7 milljarða dala og að tap á ársfjórðungnum yrði 2,8 milljarðar.

Fuld hefur unnið fyrir Lehman Brothers síðan 1969 og verið framkvæmdastjóri frá 1993. Hann nýtur enn mikils stuðnings innan bankans samkvæmt Reuters.