Rætt verður við Grím Garðarsson framkvæmdastjóra Skagans á Akranesi. Fyrirtækið er leiðandi fyrirtæki í þróun búnaðar fyrir matvælavinnslu og hefur verið allt frá því að það var stofnað árið 1998. Nú starfa um 50 manns hjá fyrirtækinu á Akranesi. Fyrirtækið hefur á að skipa 10 manna tæknideild sem gerir fyrirtækinu það kleift að vera í stöðugri þróunarvinnu og getur jafnframt tekið við mjög stórum verkefnum.

Fyrirtækið hefur ávallt einbeitt sér að vinnslubúnaði til fiskvinnslu en nú á síðustu 2 árum hefur fyrirtækið unnið markvisst að þróun búnaðar til kjúklingavinnslu. Nú þegar er vinnslubúnaður í kjúklingavinnslu um 40% af heildarveltu fyrirtækisins og fer ört vaxandi. Fyrirtækið hefur verið í mikilli útrás síðustu ár og hefur verið selja vörur sínar út um allan heim en þó aðallega til Bandaríkjanna.

Einnig verður rætt við Tryggva Leif Óttarsson, framkvæmdastjóra Fiskmarkaðs Íslands, um afkomu síðasta árs og horfur á mörkuðum. Þá kemur Páll Þorsteinsson ráðgjafi hjá Inntaki almannatengslum og ræðir um notkun atvinnulífsins á almannatengslum en það hefur færst sífellt meira í vöxt að fyrirtæki nýti sér þjónustu þeirra.