Hagspá framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) er of bjartsýn að mati Ewald Nowotny, sem situr í bankaráði Evrópska seðlabankans.

Framkvæmdastjórnin gerir ráð fyrir að hagvöxtur á evrusvæðinu verði 0,1% á næsta ári en Nowotny segir töluna vera of háa.

Hann útilokar hins vegar ekki að viðsnúningur muni eiga sér stað á síðari hluta næsta árs og segir ennfremur að seðlabankinn hafi svigrúm til þess að vinna með stýrivexti á evrusvæðinu.

Nowotny kallar einnig eftir því að ESB tvöfaldi björgunarpakka sinn handa fjármálafyrirtækjum þannig að hann nemi 50 milljörðum evra.