Framkvæmdastjórn SA fundaði í dag með embættismönnum Evrópusambandsins á sviði samkeppnismála.

Á vef SA kemur fram að á fundinum lýstu þeir áhyggjum af stöðu mála á alþjóðlegum fjármálamörkuðum en fram kom að á vettvangi ESB er nú verið að undirbúa breytingar á löggjöf sem hafa það að markmiði að koma í veg fyrir að núverandi kreppa endurtaki sig.

„Þær breytingar munu einkennast af hlutlægni, gegnsæi, jafnræði og auknu eftirliti með aðilum á fjármálamarkaði,“ segir á vef SA.   Framkvæmdastjórn SA fundaði einnig með sérfræðingum ESB á fjármálasviði um stöðuna á fjármálamörkuðum.

Þar kom fram að ESB vinni að útfærslu hugmynda til að fást við yfirstandandi erfiðleika, einkum þegar um er að ræða fjármálafyrirtæki sem starfa í mörgum ríkjum.