Framkvæmdir eru að hefjast við fyrirhugaða vatnspökkunarverksmiðju Icelandic Glacier Product. Fyrsta sending af vatnsrörum, tæpir tveir kílómetrar, kom í Rif í þessari viku og von er á seinni sendingunni á næstu dögum. Alls verða lagnirnar um 5 kílómetrar á lengd.

Félagið hefur keypt 10.000 fermetra límtréshús sem áætlað er að Stálsmiðjan reisi í haust og vetur.

Áætlað er að á fjórða tug manna starfi við vatnspökkunina sem vonast er til að taki til starfa um mitt næsta ár.

Þetta kemur fram í frétt Skessuhorns.