Áform fasteignaþróunarfélagsins Sjælsö um að byggja svonefnda Kaupmannahafnarturna voru tilkynnt í Kaupmannahöfn fyrir stundu.

Turnarnir verða samanlagt 130.000 fermetra að stærð og er áætlaður kostnaður við byggingu þeirra um tveir milljarða danska krónur.

Turnarnir verða reistir í tveimur áföngum og er gert ráð fyrir að fyrri áfanga verði lokið 2009.

Norman Forster er aðal-arkitekt turnanna en samningur liggur fyrir við InterContinental Hotel um hótelrekstur í þeim. Um er að ræða 4 stjörnu hótel með 365 herbergjum, ráðstefnusölum og hefðbundinni hótelþjónustu.

Íslenskir aðilar, þ.á.m. Samson Properties og Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf., eiga aðild að verkefninu og nemur eignarhlutur þeirra  samtals um 32%.