Merkur áfangi náðist í gær í framtíðarskipulagi hafnarsvæðisins í Reykjavík og reyndar miðbæjarins alls. Þá var endanleg útboðslýsing afhent fulltrúum fjögurra hópa sem taka þátt í samkeppni um réttinn til að hanna, byggja, fjármagna og reka tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð og hótel (TRH) við Austurhöfnina í Reykjavík. Þessir fjórir hópar voru valdir í sérstöku forvali sem lauk sl. sumar. Frumhugmyndir þeirra eiga að liggja fyrir eftir mánuð og fyrstu tilboð í byrjun maí. Áætlanir um framkvæmdir og rekstur hafa jafnframt verið endurskoðaðar og miðast nú við að húsið verði tekið formlega í notkun um mitt ár 2009.

Til að ræða þess miklu framkvæmd, þær breytingar sem hafa orðið á henni og hvaða möguleika hún færir okkur koma í þáttinn þeir Stefán Hermannsson Austurhafnar TR og Örn Steinar Sigurðsson, verkfræðingur hjá VST og húsráðgjafi ATR.