Forráðamenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands hafa undanfarið kynnt hugmyndir um Endurreisnarsjóð Íslands. Hefur málið meðal annars vera kynnt fyrir lífeyrissjóðunum.

Þar vilja menn láta málið hanga saman við hvernig gengur með skuldajöfnun þeirra við bankanna vegna gjaldmiðlasamninga.

Sjóðirnir eiga mikið af skuldabréfum á bankanna og hafa verið að knýja á um það við skilanefndir þeirra að gengið verði frá þessum samningum sem fyrst.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins vilja lífeyrissjóðirnir líta til þeirra skuldaskila áður en þeir ákveða stóra aðkomu að endurreisnarsjóði enda veltur það á hvort þeir fái viðunandi fjármagn eða ekki.

Það er ekki til að auka mönnum bjartsýni að ákaflega hægt gengur í starfi skilanefnda og engin leið sé að segja til um hvenær einstök mál leysast þar.