Framlag ritlistar til landsframleiðslu með prentun, útgáfu, dreifingu og sölu, auk beinna áhrifa er 1,5%. Þetta er fullyrt í nýrri bók eftir Ágúst Einarsson, prófessors hjá Háskólanum á Bifröst og fyrrum rektor skólans, um hagræn áhrif ritlistar. Þar sem landsframleiðslan er áætluð um 1.800 milljarðar króna á árinu 2014 þá er framlag ritlistar samkvæmt þessu mati Ágústs 27 milljarðar króna á þessu ári til verðmætasköpunar hér á landi.

„Það kom mér nokkuð á óvart hversu umfangsmikil ritlistin er hér á landi efnahagslega séð,“ segir Ágúst um bókina. „Það er miklu meira tengt ritlistinni heldur en fólk áttar sig á. Þetta er ekki bara framlag rithöfunda, heldur einnig prentverkið – það er umsvifamikil prentsmiðjustarfsemi í landinu. Síðan eru mjög margir fjölmiðlar sem tengjast ritlist og svo bækur og tímarit og önnur blöð. Ísland stendur mjög framarlega í alþjóðlegum samanburði í útgáfu bóka og í lestri.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .