Framlag til Háskóla Íslands hækkar um rúman milljarð eða um tæp átta prósent á milli ára. Er lagt til að framlag til skólans hækki um 250 milljónir króna vegna hækkunar á einingarverði á reikniflokkum náms. Með því hækkar framlag með hverjum nemenda og á það að styrkja rekstrargrunn skólans. Þá eru 700 milljónir áætlaðar vegna launahækkana. Háskóli Íslands er stærsti háskóli landsins með um 13.869 nemendur.

Háskólinn á Akureyri fær 140 milljónum meira en í fyrra sem er um átta prósent hækkun. Þá eru framlög til Innviðasjóðs nær tvöfölduð og fara úr 106 milljónum í 206 milljónir. Sjóðnum er ætlað að styðja við starf Rannsóknasjóðs.