Ríkissstjórnin hefur ekki hætt við að leggja Íbúðalánasjóði til tveggja milljarða króna eiginfjárframlag sem eyrnamerkt er leiguíbúðum, að sögn Katrínar Júlíusdóttur fjármálaráðherra. Hún kynnti í morgun fjárfestingarætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2013 til 2015. Á fundinum kom fram að tveir milljarðar króna dugi ekki Íbúðalánasjóði. Hún benti á að rekstur sjóðsins sé í heildstæðri skoðun og framlagið sömuleiðis.

Þá kom fram á fundinum að fjárfestingaráætætlunin er að mestu óbreytt frá því hún var kynnt í vor. Þó eru tvö frávik frá henni síðan þá. Annað þeirra fellur undir Íbúðalánasjóð en gert er ráð fyrir að fjármögnun Íbúðalánasjóðs vegna leiguíbúða kalli ekki ein og sér á eiginfjárframlag á þessu stigi. Málefni Íbúðalánasjóðs og þörf fyrir aukið eigið fé eru til sérstakrar skoðunar og verður horft til uppbyggingar leiguíbúða í því samhengi.

Hitt málið varðar flýtingu viðhaldsverkefna á vegum Fasteigna ríkisins. Ekki er komin niðurstaða í málið.