Framlag ríkisins til rannsókna og þróunar í fjárlögum var 19,5 milljarðar króna árið 2014. Til samanburðar var framlagið 20,6 milljarðar króna árið 2013 og um 19 milljarðar 2012. Háskólar taka við um 45 % af þessu fé og opinberar stofnanir um 26%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Vasabók Rannís.

Einnig kemur fram að Íslendingar vörðu 42,4 milljörðum króna til rannsókna og þróunar árið 2011. Það samsvarar 2,6% af vergri landsframleiðslu. Árið 2011 var Ísland í 10. sæti af ríkjum OECD þegar kemur að útgjöldum til rannsókna og þróunar í hlutfalli við verga landsframleiðslu. Stærstum hluta útgjaldanna var varið til heilbrigðismála og iðnaðar.

Ýmsar upplýsingar um rannsóknir og nýsköpun síðustu ára á Íslandi eru í Vasabókinni, sem má nálgast hér.