Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, aðstoðarmenn þeirra tveggja, Gunnar Haraldsson, þáverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins (FME) og tveir starfsmenn eftirlitsins funduðu um fjárframlag ríkisins til Sjóvár í fjármálaráðuneytinu laugardaginn 27. júní í fyrra. Ellefu dögum síðar var gengið frá samningi um að ríkið legði Sjóvá til 11,6 milljarða króna vaxtalaust til að tryggingarekstur félagsins gæti haldið áfram.

Þetta kemur fram í ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um að hefja formlega rannsókn á aðkomu ríkisins að endurfjármögnun Sjóvár. Í ákvörðuninni kemur einnig fram sú frumniðurstaða ESA að framlag ríkisins hafi ekki verið á markaðsforsendum og því sé um ríkisstyrk að ræða. Ríkisendurskoðun gerði nýverið athugasemd við fjárframlag ríkisins til Sjóvár og sagði ekki ljóst hvaða lagaheimildir lágu að baki framlaginu.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .