Hagnaður olíufélagsins N1, fyrir skatta nam 923 milljónum króna fyrstu 10 mánuði ársins en á sama tíma í fyrra nam tap félagsins  2.133 milljónum króna. Velta félagsins drógst saman og nam  34.209 milljónum króna en var 40.147 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Kostnaðarverð seldra vara nam 25.867 milljónum króna en var  33.274 milljónir króna árið áður. Framlegð af vörusölu batnaði verulega og nam 8.342 milljónum króna en var 6.872 milljónir króna árið áður og batnaði því um tæplega 20%.

Rekstrargjöld án afskrifta og leigugjalda námu 5.091 milljónum króna en voru 5.196 milljónir á sama tíma. Afskriftir og leigugjöld námu 1.291 milljónum króna en voru 1.301 milljónir árið áður að því er kemur fram í upplýsingum á heimasíðu félagsins.   Rekstrarhagnaður nam 1.959 milljónum króna en var 375 milljónir árið 2008. Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) voru neikvæð um 1.036 milljónir króna en voru neikvæð um 2.509 milljónir króna.