EBITDA-framlegð sjávarútvegsfyrirtækja nam 80 milljörðum króna í fyrra. Þetta er 26% meira en árið 2011. Íslandsbanki segir í nýrri skýrslu um stöðu sjávarútvegsins líkur á að afkoman aukist áfram í ár.

Í skýrslunni sem kynnt var í morgun kemur m.a. fram að bætt afkoma skýrist af því að gengi íslensku krónunnar hafi haldist veikt, veiðar og vinnsla á uppsjávarfiski gengið vel á þessum árum og aflamark aukið í helstu tegundum. Þá hefur afurðaverð verið hagfellt en það hafi haft jákvæð áhrif á rekstrarafkomu í sjávarútvegi.