Verkefni sem gegnur út á það að hvetja íslenska bændur til framleiðslu á sauða og geiamjólk hefur nú verið í gangi  undanfarin ár.

Á vef Bændablaðsins segir frá því að MS Búðardalur hafi tekið við slíkri mjólk af bændum og framleitt úr henni osta.

Sagt er frá því að verkefnið hafi hafist 2004. Einn framleiðandi geitamjólkur hafi tekið þátt í verkefninu en framleiðslumagn hafi aukist mjög og sé það nú í kringum 3,400 lítrar. Fleiri hafi þó tekið þátt með framleiðslu sauðamjólkur.

Stefnir í að sex framleiðendur sauðamjólkur taki þátt í ár, samtals eru það 1,500 lítrar.

Framleiða á brieosta úr geita og sauðamjólk.