Fyrirtæki að nafni suitX hefur nú hafið framleiðslu á vélrænum stoðgrindartæknibúnaði (e. exoskeleton) sem gerir fólki með hreyfihamlanir kleift að ganga á ný. Greint er frá þessu á vef engadget .

Stoðgrindin kostar sinn skildinginn, eða rétt tæplega 4 milljónir króna. Það er þó ekki svo mikið miðað við að keppinautar suitX eru að selja sínar stoðgrindur sumar hverjar á 10 milljónir, og jafnvel á 13 milljónir.

Stoðgrindin er létt og auðvelt er að aðlaga hana stærð notandans. Rafhlaðan endist í átta klukkustundir í senn og getur þá gert notandanum kleift að ganga á 1,6 kílómetra hraða á klukkustund í fjórar klukkustundir samfelldrar göngu.

suitX er fyrirtæki sem nokkrir verkfræðingar frá Berkeley í Kaliforníufylki stofnuðu í sameiningu undir forystu framkvæmdastjórans Dr. Homayoon Kazerooni. Markmið fyrirtækisins er að veita ástríðu starfsfólksins fyrir þróun lífrænnar vélaverkfræði til þess að bæta lífskjör fólks um heim allan.