„Það má segja að þetta sé hápunkturinn á árinu,“ segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Freyju, um páskaeggjasöluna. Hann segir þetta stærsta viðburð ársins ásamt jólunum hjá Freyju. Hann segir að mikil vinna fari í það síðustu dagana fyrir páska að tryggja að sem fæst egg skili sér til baka til fyrirtækisins. Þannig sé fylgst með því hvar salan sé mest og flytja sölumenn birgðir á milli verslana eftir því sem við á.

Vel á aðra milljón páskaeggja eru framleiddar hér á landi og nemur heildarvelta sælgætisframleiðenda hundruðum milljóna króna um páskana samkvæmt lauslegum útreikningum Viðskiptablaðsins. Nói Síríus er stærsti aðilinn á markaðnum hér á landi en Freyja og Góa framleiða einnig mikinn fjölda af páskaeggjum. Litlu smáeggin sem byrjað var að selja í febrúar telja eflaust um helminginn af framleiðslutölunni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .