*

miðvikudagur, 20. október 2021
Erlent 3. desember 2011 18:12

Framleiðandi Farmville stefnir á hlutafjárútboð

Zynga ætlar að selja 14,3% í sjálfu sér fyrir allt að einn milljarð dala í útboðinu.

Ritstjórn

Bandaríski tölveikjaframleiðandinn Zynga, sem framleiðir m.a. Facebook-leikinn vinsæla FarmVille, ætlar að skrá hlutabréf sín á markað innan tíðar. Samkvæmt frétt BBC á að selja um 100 milljónir hluta, eða 14,3% hlutafjár í fyrirtækinu, á genginu 8,5-10,0 dali á hlut. Gangi það eftir verður heildarverðmæti fyrirtækisins allt að níu milljarðar dala og væri Zynga þá komið í sömu stærðargráðu og tölvuleikjarisarnir tveir Electronic Arts og Activision Blizzard.

Fyrir aðeins tveimur vikum gerðu forsvarsmenn fyrirtækisins ráð fyrir því að geta gengið frá hlutabréfaútboði sem myndi gera fyrirtækið um 14 milljarða dala virði. Þeir hafa því lækkað gengi bréfanna um þriðjung til að gera þau meira aðlaðandi í erfiðu efnahagsumhverfi.

Stikkorð: FarmVille Zynga