Manganese Bronze sem framleiðir hinn eiginlega Lundúnaleigubíll fór fram á gjaldþrotaskipti í gær.

Ekki er útilokað að fyrirtækinu takist að komast hjá gjaldþrotaskiptum, en viðræður við lánadrottna hafa hingað til siglt í strand.

Gjaldþrotabeiðnin er lögð fram í framhaldi af innköllun á 400 bílum af nýrri kynslóð , TX4, en galli fannst í stýrisbúnaði bílsins.

Fyrirtækið hefur 73% markaðshlutdeild á breska leigubílamarkaðnum en seldi aðeins 1.081 bíla fyrstu sex mánuði ársins og nam tapið 3,6 milljón punda, um 720 milljónir króna, á tímabilinu.

Áður var Lundúnaleigubíllinn einráður á markaðnum en frá 2008 hefur Mercedes-Benz Vito, sem er í eigu Daimler, náð um fjórðungs markaðshlutdeild. Það hefur minnkað tekjur Manganese Bronze og minnkað tiltrú fjárfesta og lánadrottna á félaginu.

Benzinn er mun eyðusluminni og rúmbetri. Margir leigubílstjórar vilja hann ekki þó ekki þar sem hann er ekki hinn eiginlegi leigubíll sem alþjóð þekkir Bretland af.