Færeyska olíuleitarfyrirtækið Atlantic Petroleum framleiddi þrjátíu þúsund tunnur af olíu á tveimur svæðum í síðasta mánuði. Þetta jafngildir þúsund tunnum á dag. Stjórnendur fyrirtækisins gera ráð fyrir að halda áætlun.

Olíuframleiðsla Atlantic Petroleum fer fram á Chestnut- og Ettrick-svæðunum í Norðursjó.

Áætlanir stjórnenda Atlantic Petroleum hljóða upp á milli 2.100 til 2.600 tunnur á dag.