Phillip Morris International hefur kynnt til sögunnar nýja gerð rafsígaretta sem hita tóbak í stað þess að brenna það. Tækið kallast iQOS og kostar 70 evrur eða tæpar 10.000 krónur. Andre Calantzopoulos, forstjóri tóbaksframleiðandans, sagði fjárfestum frá því í febrúar að tæknin kæmi iðnaðinum á barmi byltingar sem gæti bætt lýðheilsu og aukið hagnað fyrirtækisins um svo mikið sem 1,2 milljarða bandaríkjadollara í hagnað.

Enn sem komið er er sala á rafrettum aðeins um eitt prósent af heildartekjum tóbaksmarkaðsins á heimsvísu sem velti um 863 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt greiningu Euromonitor Interantional. Greinendur hjá Wells Fargo áætla að nýr búnaður Philip Morris gæti tekið allt að 30% af sölu á þróuðum mörkuðum fyrir árið 2025.

Philip Morris hefur eytt meira en tveimur milljörðum bandaríkjadollurum í vöruþróun á síðustu árum. Þótt fyrirtækið segi ekki beinum orðum að notkun iQOS sé heilbrigðari en hefðbundnar reykingar þá hefur fyrirtækið fengið vitnisburð 300 vísindamanna að búnaðurinn gæti dregið úr sjúkdómum tengdum tóbaksreykingum. Margir benda hins vegar á þá staðreynd að tóbaksframleiðandinn hefur margsinnis logið vísvitandi að almenningi um skaðsemi reykinga.