Framleiðni jókst um 1,2 prósent á milli mánaða evrusvæðinu í ágúst, samkvæmt nýjustu hagtölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta jafngildir 5,3 prósenta aukningu á ársgrundvelli.

Þetta er 0,1 prósentustigi meiri hækkun á milli mánaða en í júlí. Þá nam hækkunin 1,1 prósentustigi á milli mánaða.

Hagfræðingar höfðu almennt búist við 2,2 prósenta hækkun á ársgrundvelli. Niðurstaðan varð tvöfalt hærri og þykir vísa á bug svörtum spám um hugsanlegan samdrátt á evrusvæðinu á þriðja ársfjórðungi.