Framleiðni á bandaríska vinnumarkaðnum jókst um 1.6% á þriðja ársfjórðungi. Þetta var lækkun frá öðrum fjórðungi, sem var með framleiðniaukningu upp á 3.5%.

Þrátt fyrir lækkun milli fjórðunga fór framleiðnin langt fram úr væntingum hagfræðinga. Í könnun Wall Street Journal fyrr á árinu höfðu þeir spáð 0.3% lækkun í framleiðslu.

Orsök aukningarinnar er sú að vöruframleiðsla jókst um 1.2% í fjórðungnum meðan meðalvinnutími dregst saman á árinu um 0.5%. Sérfræðingar telja þetta góðar fréttir, en samandrátturinn í vinnutíma bendir til slökunar í vinnutíma þeirra sem eru sjálfstætt starfandi þarlendis.