Framleiðni virðist stefna í að lækki í Bandaríkjunum í fyrsta skipti í þrjá áratugi. Eykur það hættuna á viðvarandi launahjöðnun og ýtir undir hættu á frekari pólítískum átökum.

Samkvæmt rannsóknum bandarísku hugveitunnar Conference Board virðist framleiðnin lækka niður fyrir þá litlu framleiðni sem sést í öðrum þróuðum hagkerfum með lækkun á vergri landsframleiðslu á hverju vinnustund um 0,2% á þessu ári.

Aukið fylgi við popúlisma fylgir

Niðurstöðurnar sýna hvort tveggja hve viðkvæmur hagvöxtur er í heiminum sem og aukinn þrýsting á verkamannastörf af öllu tagi, en margir minna menntaðir Bandaríkjamenn hafa fylgt sér um forsetaframbjóðandann Donald Trump í Bandaríkjunum og populískar áherslur hans. Þær snúa að miklu leyti að uppgjöri við þær elítur sem löngum hafa stjórnað þar í landi samkvæmt því sem segir í grein í Financial Times .

Bart van Ark hjá hugveitunni segir nauðsynlegt að fyrirtæki fari að fjárfesta meira í rannsóknum og nýjungum en nú sé svo komið að framleiðnikreppa sé skollin á. Framleiðnin jókst gríðarlega með komu tölvunnar á sínum tíma en með tilkomu nýmarkaðslanda inn á hagkerfi heimsins og úrbóta þeirra heima fyrir hefur framleiðnibilið milli þeirra og þróaðri ríkja minnkað.