Framleiðni á Íslandi er um fimmtungi lægri en í grannríkjunum og hefur lítið aukist á síðustu árum. Þetta er niðurstaða erindis sem Frosti Ólafsson, framkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs Íslands, hélt í morgun á ráðstefnu fyrir stjórnendur íslenskra fyrirtækja.

Í erindinu kom fram að lága framleiðni megi rekja til fjögurra megináskorana sem hægt er að bregðast við: Smæðar hagkerfisins sem gerir fyrirtækjum erfitt fyrir að ná fram stærðarhagkvæmni, efnahagsumhverfis þar sem óstöðugleiki dregur úr stöðuleika í rekstri og torveldir fjáfestingar, viðskiptahindrana og regluverks- og stofnananaumhverfisins.

Frosti telur að nýta eigi krafta samkeppni víðar og draga úr samkeppnisröskunum. Í núverandi umhverfi búi landbúnaður ásamt heilbrigðis- og menntakerfi við takmarkaða samkeppni. Ennfremur skekki stjórnvöld samkeppni með atvinnurekstri á sviðum sorphirðu, smásölu, póstþjónustu, fjármálaþjónustu og orkuframleiðslu.

Jafnframt telur Frosti að stofnanakerfið þurfi að taka tillit til smæðar Íslands. Eftirlitsstofnanir verða hlutfallslega stærri vegna smæðarinnar en engu að síður sé reynt að viðhalda kerfi í takt við mun stærri hagkerfi. Færri og stærri stofnanir gætu sinnt betur hlutverkum sínum og með hagkvæmari hætti.

Kynnninguna má nálgast í heild sinni hér.