Kanadíski flugvélaframleiðandinn Bombardier er þessa dagana að ljúka við framleiðslu á fyrsta farþegarými nýrrar farþegaflugvélar, CSeries, sem þýðir að framleiðsla vélarinnar er nokkur veginn á áætlun.

Um er að ræða það sem á ensku er kallað fuselage, en þar er í raun átti við farþegarými  og fraktrými véla, þ.e. rörið sjálft án flugstjórnarklefa, vængja, lendingarbúnaðar og stélsins.

Þá gerir Bombardier ráð fyrir því að vængir vélarinn verði tilbúnir í byrjun október. Ef áætlanir standast má gera ráð fyrir að vélinni verði reynsluflogið undir lok þessa árs.