*

miðvikudagur, 20. október 2021
Innlent 29. nóvember 2013 19:25

Framleiðsla á Saab hefst að nýju

National Electrics Vehicle hefur ráðið 300 manns til að vinna við framleiðsluna á nýjum Saab.

Ritstjórn

Á mánudaginn hefst framleiðsla á Saab bifreiðum að nýju. Það verður Saab 9-3 Aero Sedan bensínbíll sem verður framleiddur á mánudaginn. 

Það er National Electric Vehicle Sweden sem framleiðir bílana. Mikael Östlund, talsmaður fyrirtækisins, staðfestir fréttirnar í samtali við Automotive News. „Já, við erum að hefja framleiðslu að nýju,“ segir hann. Hann segir að framleiðslugetan verði takmörkuð til að byrja með en muni svo aukast þegar frammí sækir. 

National Electrics Vehicle hefur ráðið 300 manns til að vinna við framleiðsluna en þegar framleiðsla Saab var sem mest störfuðu um 4000 manns við hana.