Kristján Björn Ómarsson, stofnandi og hönnuður nýsköpunarfyrirtækisins Fjölblendis, segir framleiðslu á TCT-tækninni vera hafna í verksmiðju í Kína. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins í dag en í henni segir að með slíkri tækni sé unnt að draga umtalsvert úr eldsneytisnotkun og losun mengandi lofttegunda. Nú taki við prófanir varðandi framleiðsluþáttinn og megi búast við að þær prófanir standi yfir næstu 4-6 mánuði. Jafnframt séu hugmyndir um að reisa TCT-verksmiðju hér á landi og kynnu þá að skapast um tuttugu ný störf hið minnsta.