Iðnframleiðsla Bretlands ekki auksti jafnhratt í 17 ár. Ef horft er á annan ársfjórðung ársins eða tímabilið frá apríl til júní jókst iðnaðarframleiðslan um 2,1% ef borið er saman við árið á undan. Þetta kemur fram í hagtölum bresku hagstofunnar.

Þó hægir á vextinum

Samt sem áður virðist vera sem eitthvað sé að hægja á vextinum ef horft er frá mánuði til mánaðar. Þó segir hagstofan að „mjög fáir“ svarendur hefðu orðið fyrir áhrifum af óvissu vegna ákvörðunar Bretlands að segja sig úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 23. júní síðastliðinn.

Á sama tíma hefur breska pundið ekki verið veikara síðan snemma í júlí, stuttu eftir að niðurstaðan var komin í ljós og ekki var orðið ljóst hver yrði nýr forsætisráðherra í kjölfar afsagnar David Cameron. Er breska pundið 0,5% veikara gagnvart Bandaríkjadal, og jafngildir eitt pund nú 1,30 dölum og 1,17022 evrum.

Mestallur vöxturinn kom í apríl

Mestallur vöxturinn á ársfjórðungnum kom í apríl þegar framleiðslan óx um 2% miðað við fyrri mánuð. En í júnímánuði hafði aukningin milli mánaða dottið niður í rétt um 0,1%.