Framleiðslufyrirtækið Fjarkinn Miðlun ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Fyrirtækið sá um framleiðslu á sjónvarpsþáttunum Makalaus sem teknir voru til sýninga á Skjá einum árið 2011 en þeir voru gerðir eftir samnefndri bók Þorbjargar Marínósdóttur, betur þekkt sem Tobba Marínós, eftir miklar vinsældir bókarinnar.

Fjarkinn Miðlun var í eigu Rafns Rafnssonar sem framleiddi einnig þættina. Rafn segir í samtali við Viðskiptablaðið að ekki hafi fengist styrkir fyrir framleiðslunni eins og búist var við á sínum tíma.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.